Velkomin til

dregur nafn sitt af ánni Hvítá, mesta vatnsfalli í Mýra & Borgarfjarðarsýslu.
Hvítá á upptök sín í Eiríksjökli þar sem hún skoppar af stað sem lítil á. Lækir og ár renna í hana og þegar hún fellur til sjávar við Borgarnes 117 km frá upptökum sínum er hún orðin að stórfljóti.
Á Hvítá eru sex brýr. Á dæmigerðri dagsferð um Borgarfjörð förum við yfir allar brýrnar og er nafnið HVÍTÁ travel þaðan komið.

Héraðið Borgarfjörður samanstendur af tveimur sýslum Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu, saman eru þær í daglegu máli nefndar Borgarfjörður.
Hvítá aðskilur sýslurnar tvær frá Eiríksjökli til Borgarness. Heildarstærð sýslnanna tveggja er 5276 km2.
Landslag Borgarfjarðar er mjög fjölbreytt og sjá má óteljandi gerðir af fjöllum, ströndum, hrauni, eyjum, jöklum, eyðisandi, skógum, ám, hraunhellum, og jarðhita.
Í Borgarfirði eru margar af nafntoguðust laxveiðiám landsins. Borgarfjörðurinn er líka frægur fyrir margar af mestu fornsögum Íslendinga sem gerðust í héraðinu.
Borgarfjörðurinn er fallegur !
, heimabær HVÍTÁ travel er höfuðstaður Borgarfjarðar. Kauptúnið er stofnað 1867, en fyrstu landnemarnir búsettu sig á svæðinu árið 891.
Megin atvinnuvegir bæjarins eru verslun og iðnaður. Íbúafjöldi bæjarins er tæp tvö þúsund manns.
Í bænum eru góðir stórmarkaðir, verslanir, veitingastaðir, söfn, tvö hótel, farfuglaheimili, íþróttamiðstöð með sundlaugum, og heitum pottum. Stutt er í golf, hestaleigu, fjallgöngur, og stangveiði. Við Borgarnes er ós Hvítár.
Borgarnes og umhverfi eru sögusvið Egilssögu.